Samkeppnishæfni - 

21. júní 2018

Skattgreiðslur af arði verði einfaldaðar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattgreiðslur af arði verði einfaldaðar

Skylt er að draga staðgreiðslu vegna fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum þegar þær eiga sér stað samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Í framkvæmd hefur skilaskylda vegna skattgreiðslunnar legið á hlutafélaginu sjálfu en ekki fjármálafyrirtækjum sem varðveita hlutabréf fyrir hluthafa. Skráð hlutafélög sem greiða hluthöfum sínum arð, standa árlega í ströngu við að halda eftir réttum skatti og skila.

Skylt er að draga staðgreiðslu vegna fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum þegar þær eiga sér stað samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Í framkvæmd hefur skilaskylda vegna skattgreiðslunnar legið á hlutafélaginu sjálfu en ekki fjármálafyrirtækjum sem varðveita hlutabréf fyrir hluthafa. Skráð hlutafélög sem greiða hluthöfum sínum arð, standa árlega í ströngu við að halda eftir réttum skatti og skila.

Núverandi verklag hentar illa
Fjármálafyrirtæki hafa upplýsingar um skattalega stöðu viðskiptavina sinna sem eru nauðsynlegar til að réttur skattur sé greiddur. Það er hins vegar erfitt fyrir útgefanda rafrænna hlutabréfa að nálgast þær upplýsingar. Einkum eru þetta upplýsingar um aðila sem hafa fengið undanþágu á grundvelli tvísköttunarsamnings. Auk þess hafa fjármálafyrirtækin þekkingu og kerfi til að sjá um skattgreiðsluna hratt og örugglega, enda sjá þau þegar um útreikning og skil á skatti af vöxtum. Vegna upplýsingaskorts verður uppgjör hlutafélaganna vegna arðgreiðslu oft rangt og veldur óþarfa vinnu við leiðréttingar og endurgreiðslur.

Samræma þarf skilaskyldu vegna skattgreiðslu á arði og vöxtum skuldabréfa
Þetta er frábrugðið því sem tíðkast við afdrátt skatts af vöxtum skuldabréfa. Samkvæmt sömu lögum annast fjármálafyrirtæki innheimtuna og ber skylda til að draga skattinn frá vaxtatekjum og afföllum.  Mikilvægt er að samræma reglur um afdrátt skatts á arð og vexti skuldabréfa og heimila fjármálafyrirtækjum með lögum að halda eftir réttum skatti af arðgreiðslum og skila honum í ríkissjóðs. Einfalt er að bæta slíkri heimild við lögin. Breytingin gæti ýtt undir að fyrirtæki greiði arð oftar en einu sinni á ári og laðað að fjárfesta sem sækjast eftir tryggum arðgreiðslum frekar en verðhækkun hlutabréfa. Það gæti örvað verðbréfamarkaðinn.

Nýtt verklag öllum til bóta
Uppbygging innviða á fjármálamarkaði eru áformuð og til stendur m.a. að uppfylla kröfur nýrrar Evrópureglugerðar um bætt verðbréfauppgjör og starfsemi verðbréfamiðstöðva (CSDR). Með henni færist íslenskur verðbréfamarkaður nær verklagi í Evrópu sem skapar tækifæri til að tengjast alþjóðlegum fjármálamörkuðum betur en nú. Í nágrannaríkjunum sjá fjármálafyrirtæki um að skila réttum fjármagnstekjuskatti. Æskilegt er að breyta verklagi við innheimtu fjármagnstekjuskatts af arðgreiðslum. Nýtt fyrirkomulag mun því auðvelda erlendum fjárfestum til muna að eiga viðskipti með hlutabréf hér á landi, skapar tækifæri til aukinna tengsla við alþjóðlegan fjármálamarkað og örvar verðbréfamarkaðinn hér á landi.

Samtök atvinnulífsins