Efnahagsmál - 

16. Ágúst 2010

Skattar verði ekki hækkaðir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattar verði ekki hækkaðir

Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að skattar verði ekki hækkaðir heldur opinber útgjöld lækkuð til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum fyrir næsta fjárlagaár. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttavef Vísis vegna fréttar Morgunblaðsins um að ríkisstjórnin hyggist hækka skatta, m.a. fjármagnstekjuskatt, tekjuskatt fyrirtækja, auðlegðarskatt, erfðafjárskatt og umhverfis- og auðlindagjald auk áforma um sérstakan bankaskatt.

Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að skattar verði ekki hækkaðir heldur opinber útgjöld lækkuð til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum fyrir næsta fjárlagaár. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttavef Vísis vegna fréttar Morgunblaðsins um að ríkisstjórnin hyggist hækka skatta, m.a. fjármagnstekjuskatt, tekjuskatt fyrirtækja, auðlegðarskatt, erfðafjárskatt og umhverfis- og auðlindagjald auk áforma um sérstakan bankaskatt.

Vilhjálmur bendir á að skattar hafi verið hækkaðir ríflega fyrir árið í ár og því væri eðlilegra að líta til lækkunnar opinberra útgjalda fyrir næsta fjárlagaár. Vilhjálmur segist hingað til hafa litið svo á að það væru einmitt markmið ríkisstjórnarinnar.

 "Þetta plagg sem vísað er til er svona einskonar matseðill, þar sem vísað er í hugmyndir um hækkun hinna ýmsu skatta," segir Vilhjálmur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hversu mikið ætti að hækka skatta eða hvaða skattahækkanir ættu að ganga fram," segir á Vísi.

Í frétt Vísis segir ennfremur:

Vilhjálmur segir að auk þess sem það þurfi að aðlaga tekjur og útgjöld fyrir næsta fjárlagaár hafi hingað til verið litið svo á að slík aðlögun upp á allt að 30 milljarða þyrfti að eiga sér stað fyrir árin 2012 og 2013. Nú sé, þrátt fyrir allt, ákveðinn meðbyr í efnahagslífinu og störfum að fjölga. Það sé vísbending um að staða efnahagslífsins sé betri en áður var talið. Möguleiki sé á hagvexti á næsta ári ef menn stuðli að því að stórar fyrirhugaðar fjárfestingar í atvinnulífinu og opinberum framkvæmdum fari af stað. Verði þetta raunin sé sú aðlögun í ríkisfjármálum sem áður var talið að þyrfti að eiga sér stað fyrir árin 2012 og 2013 ekki lengur nauðsynleg. "Þá væri nóg að lækka útgjöld fyrir árið 2011 og við værum svo komin fyrir vind í ríkisfjármálum," segir Vilhjálmur.

Tengt efni:

 Tillögur SA: Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera

Samtök atvinnulífsins