Vinnumarkaður - 

16. Mars 2011

Skattar hækka og niðurskurður eykst án uppsveiflu í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattar hækka og niðurskurður eykst án uppsveiflu í atvinnulífinu

Fjárfestingar í íslensku atvinnulífi eru nú í sögulegu lágmarki en þær hafa ekki verið minni sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1945. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir þetta hættulegt ástand því ef ekki takist að örva fjárfestingar á ný standi ríkisstjórnin frammi fyrir óvinnandi verki við næstu fjárlagagerð. Vihjálmur segir að ef auknum krafti verði ekki hleypt í atvinnulífið þurfi þjóðin að horfast í augu við enn frekari skattahækkanir og niðurskurð sem verði að forðast.

Fjárfestingar í íslensku atvinnulífi eru nú í sögulegu lágmarki en þær hafa ekki verið minni sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1945. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir þetta hættulegt ástand því ef ekki takist að örva fjárfestingar á ný standi ríkisstjórnin frammi fyrir óvinnandi verki við næstu fjárlagagerð. Vihjálmur segir að ef auknum krafti verði ekki hleypt í atvinnulífið þurfi þjóðin að horfast í augu við enn frekari skattahækkanir og niðurskurð sem verði að forðast.

Rætt var við Vilhjálm í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um stöðu kjaraviðræðna. Þær hafa gengið hægt en aðilar vinnumarkaðarins hafa beðið viðbragða stjórnvalda um nauðsynlegt framlag þeirra til að skapa hér aðstæður næstu þrjú árin svo hægt sé að skapa ný störf, kveða atvinnuleysið niður og bæta lífskjör fólks.

Forysta SA átti í morgun fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og mun síðdegis hitta samninganefnd ASÍ hjá ríkissáttasemjara til að fara yfir stöðu mála.

Tengt efni:

Spjótin standa á ríkisstjórninni

Ályktun stjórnar SA um atvinnuleiðina

Umfjöllun Stöðvar 2

Samtök atvinnulífsins