Efnahagsmál - 

07. nóvember 2012

Skattamál atvinnulífsins í brennidepli 9. nóvember í Hörpu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattamál atvinnulífsins í brennidepli 9. nóvember í Hörpu

Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins í Hörpu. Fundurinn fer fram í Silfurbergi kl. 8.30-10 og er skráning á fundinn í fullum gangi. Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins í Hörpu. Fundurinn fer fram í Silfurbergi kl. 8.30-10 og er skráning á fundinn í fullum gangi. Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

Kemur út 9. nóvemberÁ fundinum verða lagðar fram tillögur SA að breytingum á kerfinu á næstu fjórum árum sem miða að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör landsmanna.

Þátttakendur fá nýtt rit SA um skattamál atvinnulífsins sem kemur út sama dag.

Samtök atvinnulífsins hvetja alla áhugasama sem vilja efla atvinnulífið á næstu árum til að mæta á fundinn. Enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8.00.

Frummælendur:

  • Hannes G. Sigurðsson

    , aðstoðarframkvæmdastjóri SA

  • Árni Gunnarsson

    , framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður SAF

  • Höskuldur H. Ólafsson

    , bankastjóri Arion banka og formaður SFF

  • Magnús Þór Ásmundsson

    , forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls

  • Margrét Kristmannsdóttir

    , framkvæmdastjóri Pfaff og formaður SVÞ

  • Pétur Hafsteinn Pálsson

    , framkvæmdastjóri Vísis hf. Grindavík

  • Svana Helen Björnsdóttir

    , forstjóri Stika og formaður SI

  • Vala Valtýsdóttir

    , sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi

Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA


Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA


SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Samtök atvinnulífsins