Efnahagsmál - 

29. Maí 2009

Skattahækkanir rýra lífskjör

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattahækkanir rýra lífskjör

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skattahækkanir stjórnvalda rýri lífskjörin í landinu. Auknar álögur á bensín, olíu, áfengi og tóbak komi þó ekki á óvart. Það sé gamalkunn leið að skattleggja umferð og syndir.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skattahækkanir stjórnvalda rýri lífskjörin í landinu. Auknar álögur á bensín, olíu, áfengi og tóbak komi þó ekki á óvart. Það sé gamalkunn leið að  skattleggja umferð og syndir.

Rætt var við Vilhjálm Egilsson í fréttum RÚV og Bylgjunnar 29. maí. Á Bylgjunni sagði Vilhjálmur hækkunina hafa áhrif á fyrirtækin í landinu. Kostnaður þeirra hækki sem fari að einhverju leyti út í verðlagið enda sé gert ráð fyrir því að verðlag hækki og kjör almennings skerðist.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 29. maí

Frétt Bylgjunnar 29. maí

Samtök atvinnulífsins