Fréttir - 

11. janúar 2023

Skattadagurinn haldinn í 20. sinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattadagurinn haldinn í 20. sinn

Skattadagur Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands hefst núna kl. 08:30 í Silfurbergi, Hörpu.

Skattadagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004 og er því haldinn í 20. sinn nú árið 2023 . Mjög góð þátttaka hefur verið á viðburðinn og ljóst er að Skattadagurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.

Hér má fylgjast með fundinum í streymi.

Streymishlekkur

Viðtöl við fjármálaráðherra síðustu 20 ára frumsýnd

Á fundinum frumsýnum við myndbandsinnslög með fjármálaráðherrum síðustu 20 ára. Þar sjáum við sjö fyrrum fjármálaráðherra þræða helstu skattbreytingar síns tíma í embætti ásamt landslagi í pólitík og ytra umhverfi.

Streymishlekkur á allan viðburðinn

Samtök atvinnulífsins