Skattadagurinn á morgun

Fimmtudagsmorguninn 12. janúar verður skattadagur Deloitte haldinn á Hótel Nordica, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Viðskiptablað Morgunblaðsins. Fjallað verður um samskipti skattayfirvalda og atvinnulífsins, breytingar á skattalögum árið 2005, áhrif Evrópuréttar á íslenskar skattareglur o.fl. Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, mun fjalla um alþjóðavæðinguna og íslenska skattkerfið. Sjá dagskrá fundarins og nánari upplýsingar.