Efnahagsmál - 

09. september 2010

Skaðlegar breytingar á skattkerfinu gangi til baka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skaðlegar breytingar á skattkerfinu gangi til baka

Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að flestar þær breytingar sem gerðar voru á síðasta ári á skattalegu umhverfi atvinnulífsins gangi til baka eða verði breytt. Þær eru flestar til þess fallnar að draga úr fjárfestingum og vilja til þátttöku í atvinnurekstri. Sérstaklega á þetta við um breytingar sem ekki skila ríkissjóði ætluðum tekjum en valda sjálfstætt starfandi einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði kostnaðarauka og óhagræði.

Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að flestar þær breytingar sem gerðar voru á síðasta ári á skattalegu umhverfi atvinnulífsins gangi til baka eða verði breytt. Þær eru flestar til þess fallnar að draga úr fjárfestingum og vilja til þátttöku í atvinnurekstri. Sérstaklega á þetta við um breytingar sem ekki skila ríkissjóði ætluðum tekjum en valda sjálfstætt starfandi einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði kostnaðarauka og óhagræði.

Stjórnvöld stóðu fyrir verulegum breytingum á skattkerfinu árið 2009 með það í huga að mæta lækkun ríkistekna í kjölfar bankahrunsins sem fólu í sér að einfaldleika og gegnsæi kerfisins var fórnað. Breytingarnar hafa leitt til flóknara skattkerfis og dýrara eftirlits og skila ríkissjóði ekki þeim tekjum sem til var ætlast. Við undirbúning breytinganna var hvorki haft samráð við hagsmunaaðila og sérfróða aðila né unnið faglegt mat á áhrifum breytinganna á kostnað fyrirtækja og á atvinnulífið. Hvort tveggja er nauðsynlegt þegar svo flóknar og umfangsmiklar breytingar eru gerðar á skattalegu umhverfi fyrirtækja.

Samtök atvinnulífsins hafa komið þessum sjónarmiðum á framfæri við samráðshóp fjármálaráðuenytis um skattamál en á fundum hópsins hefur komið fram að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að hækka skatta um 11 milljarða króna til viðbótar við fyrri skattahækkanir. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn þessum hugmyndum. Samtök atvinnulífsins vara sérstaklega við því að hækka skatta sem hafa bein neikvæð áhrif á fjárfestingu í atvinnulífinu. Þá er fyrst og fremst átt við tekjuskatthlutfall fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt.

Samtök atvinnulífsins hafa metið áhrif aðgerða frá miðju ári 2009 til lækkunar á halla ríkissjóðs í fjárlögum 2010 þannig að skattahækkanir standi fyrir um 58% af heild en útgjaldalækkanir fyrir um 42%. Mat SA byggir á áhrifum skattahækkana á tekjur ríkissjóð að óbreyttum tekjum heimila og fyrirtækja, neyslu og fjárfestingu. Stjórnvöld halda hinu gagnstæða fram og telja hlut skattahækkana mun minni en gjaldalækkana og byggja á gögnum um áætlaðar og innheimtar skatttekjur ríkissjóðs. Samkvæmt þeirri nálgun verður mat á skattahækkun lægra ef skattstofnarnir, þ.e. tekjur, neysla og fjárfesting, dragast saman. Samkvæmt því er hækkun tekjuskatts fyrirtækja úr 15% í 18% ekki skattahækkun þar sem hagnaður fyrirtækja dróst saman milli ára. Samtök atvinnulífsins hafna slíkri nálgun og leggja áherslu á að svigrúm til skattahækkana sé fullnýtt á tímabilinu 2009-2011 samkvæmt samkomulagi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í júní 2009 og að bættri afkomu ríkissjóðs árið 2011 verði að ná með gjaldalækkunum og tekjum samfara hagvexti.

Samtök atvinnulífsins