Efnahagsmál - 

19. Nóvember 2009

Sjávarútvegi verði tryggð eðlileg starfsskilyrði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sjávarútvegi verði tryggð eðlileg starfsskilyrði

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar ekki koma sérstaklega á óvart. "Umfangið er í takt við það sem við höfum verið að búast við," segir hann í samtali við mbl.is. Hann segir að SA hefði kosið að bæði virðisaukaskattsþrepin hefðu verið hækkuð í stað þess að búa til nýtt þrep. "Þetta milliþrep er okkur ekki að skapi og við höfum mótmælt því, en það var ekki hlustað á það," segir Vilhjálmur. Hann leggur á það mikla áherslu að það verði að tryggja sjávarútveginum eðlileg starfsskilyrði. Ekki þýði að hækka skatta á sjávarútveginn og á sama tíma og vegið sé að starfsskilyrðunum. Nú sé verið að leggja 3,5 milljarða kr. í hærri álögur á sjávarútveginn.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar ekki koma sérstaklega á óvart. "Umfangið er í takt við það sem við höfum verið að búast við," segir hann í samtali við mbl.is. Hann segir að SA hefði kosið að bæði virðisaukaskattsþrepin hefðu verið hækkuð í stað þess að búa til nýtt þrep. "Þetta milliþrep er okkur ekki að skapi og við höfum mótmælt því, en það var ekki hlustað á það," segir Vilhjálmur. Hann leggur á það mikla áherslu að það verði að tryggja sjávarútveginum eðlileg starfsskilyrði. Ekki þýði að hækka skatta á sjávarútveginn og á sama tíma og vegið sé að starfsskilyrðunum. Nú sé verið að leggja 3,5 milljarða kr. í hærri álögur á sjávarútveginn.

Í frétt mbl.is segir Vilhjálmur að með áformuðum skattabreytingum sé ríkisstjórnin að tæma úr skattahækkunarpokanum, þ.e. varðandi það sem talað hafi verið um í stöðugleikasáttmálanum. Hins vegar hafi SA náð fram ákveðnum breytingum, sem snúi fyrst og fremst að því að vinda ofan af áformum um 16 milljarða kr. orku- og kolefnisgjöld. "Sem hefðu verið mjög skaðleg," segir Vilhjálmur og bætir við að þarna hafi náðst ákveðin málamiðlun sem reynt verði að vinna út frá. Eitt stórt atriði standi hins vegar út af varðandi starfsskilyrði sjávarútvegsins.

"Við teljum algjörlega ótækt að verið sé að hleypa öllu í uppnám í greininni, enn einu sinni, með þessu frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Það er bæði þvert á það sem um var talað og málið í heild er eitt allsherjarfúsk," segir Vilhjálmur. Það séu t.d. engar forsendur fyrir þeirri ákvörðun ráðherra að hækka skötuselskvóta um 80% umfram ráðgjöf. "Þarna er beinlínis verið að taka ákvörðun um það að fiska þennan stofn niður," segir hann.

Samtök ferðaþjónustunnar fjalla um áform ríkistjórnarinnar á vef SAF. Þar segir m.a. að þær feli í sér umtalsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu en bent er á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna sé ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust. Þá mótmælir haustfundur hótel- og veitingamanna SAF sem haldinn er í dag 19. nóvember harðlega misrétti í matarsölu sem felist í tillögum  ríkisstjórnarinnar um tvöfalt kerfi virðisaukaskatts á matarsölu.  Sérstaklega er bent á sölu á tilbúnum mat sem ekki er neytt á staðnum og hefur því enga þjónustu í för með sér.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir í samtali við fréttastofu RÚV að nýir skattar ríkisstjórnarinnar geti fælt frá fjárfesta og muni hafa neikvæð áhrif á þá erlendu fjárfesta sem hugðust taka þátt í uppbyggingu í stóriðju hér á landi. Hann vonar þó að fyrirhugaðar breytingar verði ekki til þess að fjárfestarnir hverfi á braut. Jón Steindór segir að rafmagnsskattur upp á 12 aura á hverja kílóvattstund sé talsvert mikill skattur sem sé óheppilegur fyrir margra hluta sakir. Rétt sé að hafa í huga að skatturinn leggist á alla rafmagnsnotkun alls iðnaðar í landinu. Samtökin telji þó þrátt fyrir allt niðurstöðuna varnarsigur miðað við upphaflegar áætlanir stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir að samið verði við stóriðjufyrirtækin um fyrirframgreiðslu tekjuskatts. Þau leggi því talsvert mikið til á næstu árum.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is  

Fréttatilkynning SAF 18. nóvember

Fréttatilkynning SAF 19. nóvember

Frétt RÚV 19. nóvember

Fréttatilkynning fjármálaráðuneytis 19. nóvember

Samtök atvinnulífsins