Efnahagsmál - 

07. Oktober 2009

Siglt verði upp úr kreppunni á næsta ári

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Siglt verði upp úr kreppunni á næsta ári

Það sem skiptir allra mestu máli um þessar mundir er að búa þannig um hnútana að Íslendingum takist að sigla upp úr kreppunni á næsta ári og bæta sinn hag á komandi árum. Það mun fyrst og fremst gerast með fjárfestingum í atvinnulífinu segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Hann segir jákvætt að samdrátturinn á yfirstandandi ári verði heldur minni en reiknað var með eftir að kreppan skall á.

Það sem skiptir allra mestu máli um þessar mundir er að búa þannig um hnútana að Íslendingum takist að sigla upp úr kreppunni á næsta ári og bæta sinn hag á komandi árum. Það mun fyrst og fremst gerast með fjárfestingum í atvinnulífinu segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Hann segir jákvætt að samdrátturinn á yfirstandandi ári verði heldur minni en reiknað var með eftir að kreppan skall á.

Rætt var við Vilhjálm á Bylgjunni í þættinum Reykjavík síðdegis þann 6. október. Vilhjálmur segir að við hrun fjármálageirans fyrir ári hafi heil atvinnugrein nánast horfið og við séum á góðri leið með að missa einnig út byggingariðnað og verktakastarfsemi. Þess vegna þurfi að fjárfesta í nýjum störfum til að vinna til baka það sem hefur tapast.

Vilhjálmur segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir fjárfestingu í álveri í Helguvík - í stað þess að leggja stein í götu þess verkefnis  - ásamt því að greiða fyrir öðrum framkvæmdum á sviði orkuframleiðslu sem hafi gengið of hægt. "Það er svo margt sem gæti farið að ganga vel," segir Vilhjálmur. Vaxtastigið í landinu sé hins vegar almennt svo hátt að fjölmörg fyrirtæki sem gætu verið að fjárfesta láti það vera. Þá séu yfirlýsingar um afturköllun aflaheimilda af sjávarútvegsfyrirtækjum mjög skaðlegar og hafi dregið mjög úr fjárfestingu í greininni - þau áform þurfti að afturkalla.

Í viðtalinu ræðir Vilhjálmur einnig um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málefnum Íslands en hann undirstrikar að mikilvægt sé að koma samskiptum Íslands og íslenskra aðila við aðrar þjóðir í gott horf.

Viðtalið í heild má hlusta á hér

Samtök atvinnulífsins