20. júní 2022

Síðustu forvöð að sækja um veitingahúsa- eða viðspyrnustyrki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Síðustu forvöð að sækja um veitingahúsa- eða viðspyrnustyrki

Umsóknarfrestir vegna veitingahúsastyrkja og viðspyrnustyrkja renna út þann 30. júní n.k. en styrkirnir voru settir á vegna Covid-19.

Nú þegar hafa tæplega 12.000 umsóknir um viðspyrnustyrki verið afgreiddar samkvæmt upplýsingum frá Skattinum og nemur fjárhæð styrkjanna um 11 milljörðum króna.

Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknarferli má finna hér á vef Skattsins.

Samtök atvinnulífsins