Efnahagsmál - 

27. september 2009

Seðlabankinn framlengir kreppuna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Seðlabankinn framlengir kreppuna

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Seðlabankinn hafi framlengt kreppuna með ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. Hann segist líta svo á að um ögrun sé að ræða við aðila stöðugleikasáttmálans - ríkisstjórnina, sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Seðlabankinn hafi framlengt kreppuna með ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. Hann segist líta svo á að um ögrun sé að ræða við aðila stöðugleikasáttmálans - ríkisstjórnina, sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins.

Fréttastofa RÚV leitaði viðbragða Vilhjálms þegar Seðlabankinn kynnti ákvörðun sína 24. september. Í stöðugleikasáttmálanum er kveðið á um að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember næstkomandi.

"Það hafa engar forsendur að mínu mati breyst frá því að þetta kom inn í stöðugleikasáttmálann á sínum tíma og það var engin tilviljun að þetta fór þar inn. Ég bara segi það að ég tel að það sé óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin beiti sér gagnvart Seðlabankanum þannig að þessu markmiði verði náð eins og um var talað. Með þessu er Seðlabankinn að framlengja kreppuna. Það þýðir að fyrirtæki eru ekkert að taka fjárfestingarákvarðanir á grundvelli þessara vaxta og ég skil ekki af hverju Seðlabankinn telur það að það sé nauðsynlegt að hafa kreppu á Íslandi þegar hægt er að fara að komast upp úr henni," sagði Vilhjálmur Egilsson í fréttum RÚV.

Sjá nánari umfjöllun um stýrivexti Seðlabankans:

Útvarpsfrétt RÚV 24. september

Sjónvarpsfrétt RÚV 24. september

Frétt Bylgjunnar 24. september

Samtök atvinnulífsins