Efnahagsmál - 

07. júlí 2006

Seðlabankinn ekkert fylgst með á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Seðlabankinn ekkert fylgst með á vinnumarkaði

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist, í samtali við Morgunblaðið um nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans, telja að Seðlabankinn hefði átt að halda ró sinni. "Þessarar hækkunar hefði ekki verið þörf. Það sem mér finnst sérstakt er að verðbólguspá Seðlabankans er töluvert há. Sérstaklega er hún há fyrir næsta ár en hún stingur þó ekki í augun á þessu ári. Það er töluverð óvissa um hvernig staðan verður á þessu ári en það sem kemur á óvart er spáin á næsta ári," segir Vilhjálmur og bætir við að í Peningamálum Seðlabankans komi fram að þeir hafi bætt í hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár um tæpt prósent á meðan fjármálaráðuneytið spái minni hagvexti. Sömu sögu sé að segja um spá bankans varðandi íbúðaframkvæmdir, þar sem spáð sé aukningu milli ára meðan nánast allir aðrir gera ráð fyrir að hægi á.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist, í samtali við Morgunblaðið um nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans, telja að Seðlabankinn hefði átt að halda ró sinni. "Þessarar hækkunar hefði ekki verið þörf. Það sem mér finnst sérstakt er að verðbólguspá Seðlabankans er töluvert há. Sérstaklega er hún há fyrir næsta ár en hún stingur þó ekki í augun á þessu ári. Það er töluverð óvissa um hvernig staðan verður á þessu ári en það sem kemur á óvart er spáin á næsta ári," segir Vilhjálmur og bætir við að í Peningamálum Seðlabankans komi fram að þeir hafi bætt í hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár um tæpt prósent á meðan fjármálaráðuneytið spái minni hagvexti. Sömu sögu sé að segja um spá bankans varðandi íbúðaframkvæmdir, þar sem spáð sé aukningu milli ára meðan nánast allir aðrir gera ráð fyrir að hægi á.

"Þannig að þær forsendur sem liggja til grundvallar því sem menn eru almennt að hugsa í atvinnulífinu virðast ekki ná inn fyrir veggi Seðlabankans. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Seðlabankinn hefur verið að berja á bönkunum um að gæta sín í útlánum og bankarnir hafa verið að draga úr útlánum til íbúða- og byggingaframkvæmda og það er eins og Seðlabankinn geri ráð fyrir því að bankarnir hlusti ekkert á það sem hann segi."

Launaskrið af og frá

Vilhjálmur segir ljóst að bankinn geri ráð fyrir að einhvers konar launaskriðshringur fari af stað í kjölfar umsaminna taxtahækkana á vinnumarkaði. "Ég tel að það sé af og frá. Fyrirtæki eru almennt séð að búast við samdrætti á næsta ári og búast við nokkuð harðri lendingu. Það er enginn að hækka laun að gamni sínu," segir hann og tekur fram að það sé ljóst að opinberir aðilar ætli sér ekki í hækkanir út af aðgerðum aðila vinnumarkaðarins. "Ég tel að þær launahækkanir sem eru í okkar samningi séu verulega lægri en ef við hefðum beðið fram á vetur," segir Vilhjálmur og bætir við að spár og viðbrögð bankans séu nánast eins og Seðlabankinn hafi ekkert fylgst með á vinnumarkaði.

Samtök atvinnulífsins