Efnahagsmál - 

23. Oktober 2008

Seðlabanka verði gert viðvart um erfiðleika vegna fjármagnsflutninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Seðlabanka verði gert viðvart um erfiðleika vegna fjármagnsflutninga

Seðlabanki Íslands hefur óskað eftir því að bankanum verði gert viðvart ef fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að flytja fjármagn af reikningum í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum bankans á ekkert að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að flytja fjármagn frá bönkum í Bretlandi. Ef bankastofnanir í Bretlandi halda öðru fram mun Seðlabankinn beita sér af krafti í slíkum málum í gegnum opinbera aðila og bankastofnanir í Bretlandi. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að tilgreina þá banka sem eru tregir til að hafa milligöngu um greiðslumiðlun og þær mótbárur sem bankarnir bera fyrir sig.

Seðlabanki Íslands hefur óskað eftir því að bankanum verði gert viðvart ef fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að flytja fjármagn af reikningum í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum bankans á ekkert að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að flytja fjármagn frá bönkum í Bretlandi. Ef bankastofnanir í Bretlandi halda öðru fram mun Seðlabankinn beita sér af krafti í slíkum málum í gegnum opinbera aðila og bankastofnanir í Bretlandi. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að tilgreina þá banka sem eru tregir til að hafa milligöngu um greiðslumiðlun og þær mótbárur sem bankarnir bera fyrir sig.

Mögulegt er að senda upplýsingar til Samtaka atvinnulífsins á Hörð Vilberg, hordur@sa.is eða beint til Seðlabankans til Sigríðar Torfadótttur - siggam@cb.is.

Samtök atvinnulífsins