Fréttir - 

10. Nóvember 2014

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stofnuð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stofnuð

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru ný samtök sem voru stofnuð 31. október síðastliðinn með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). SFS eru ein af sex aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Fiskimiða og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð. Framkvæmdastjóri SFS er Kolbeinn Árnason.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru ný samtök sem voru stofnuð 31. október síðastliðinn með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). SFS eru ein af sex aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti formaður nýrra samtaka er Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Fiskimiða og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð. Framkvæmdastjóri SFS er Kolbeinn Árnason.

Á fjölmennum stofnfundi SFS sagði Jens Garðar m.a. : „Íslenskur sjávarútvegur er nútímaleg, hátæknivædd atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sjávarútveginn að sameina fyrirtæki sem starfa að veiðum, vinnslu, sölu- og markaðssetningu sjávarafurða í ein, öflug samtök. Við þurfum að horfa til framtíðar, greina sóknarfærin og vinna að eflingu og samkeppnisfærni sjávarútvegsins, þjóðinni allri til hagsbóta.“

undefined

Á fundinum vörpuðu ræðumenn úr ólíkum greinum sjávarútvegsins ljósi á breiða skírskotun greinarinnar og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og samfélag. Upptökur af öllum erindum má nú nálgast á nýjum vef SFS á slóðinni www.sjavarutvegurinn.is, en meðal þeirra sem fluttu erindi voru Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður Samtaka atvinnulífsins, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel, Hildur Sif Kristborgardóttir, framkvæmdastjóri Sjávarafls og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.

undefined

Í upphafi stofnfundarins sagði Kolbeinn Árnason m.a.:  „Sjávarútvegur spannar óravítt svið. Við rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verður að taka tillit til ótal þátta og mismunandi hagsmuna. Mismunandi hagsmunir togast oft á en það er ósk mín að með sameiningu hagmunasamtaka í sjávarútvegi verði hægt að taka ákvarðanir á breiðari grunni, skapast geti ríkari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein svo hún geti áfram staðist alþjóðlega samkeppni.“

Tengt efni:

Stofnyfirlýsing SFS

Upptökur frá stofnfundi SFS

Nýr vefur SFS

Samtök atvinnulífsins