Efnahagsmál - 

17. maí 2011

Samtök atvinnulífsins samþykkja nýja kjarasamninga (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samtök atvinnulífsins samþykkja nýja kjarasamninga (1)

Allsherjar atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem SA undirrituðu við ASÍ og flest landssambönd þess þann 5. maí, fór fram í vikunni 9.-13. maí meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 75% greiddra atkvæða, 21,5% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 3,5% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 57%.

Allsherjar atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem SA undirrituðu við ASÍ og flest landssambönd þess þann 5. maí, fór fram í vikunni 9.-13. maí meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 75% greiddra atkvæða, 21,5% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 3,5% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 57%.

Um var að ræða rafræna atkvæðagreiðslu og voru greidd atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA. Í samþykktum SA er gert ráð fyrir að stefnumarkandi kjarasamningar geti farið í almenna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og var það gert í fyrsta skipti eftir undirskrift kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar 2008.

Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga við eftirfarandi sambönd og félög:

Félag bókagerðarmanna, Flóabandalagið (Efling, Hlíf, VSFK), Landssamband íslenskra verslunarmanna, Matvís, Mjólkurfræðingafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Starfsgreinasamband Íslands, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VR og samninganefnd ASÍ.


Frestur til að tilkynna um afgreiðslu kjarasamninganna er til kl. 16:00 miðvikudaginn 25.maí en kynning á efni þeirra og atkvæðagreiðsla um gildistöku stendur nú yfir meðal stéttarfélaganna. Samningarnir taka ekki gildi fyrr en samþykki beggja samningsaðila liggur fyrir.


Eftir að SA skrifuðu undir kjarasamningana 5. maí voru gerðir sambærilegir kjarasamningar við Framsýn, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélag Akraness, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Verkstjórasamband Íslands.


Tengt efni:

Upplýsingavefur SA um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til þrigga ára

Samtök atvinnulífsins