11. apríl 2022

Vel sóttur fundur um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vel sóttur fundur um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu

Samtök atvinnulífsins, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til morgunverðarfundar í morgun en umfjöllunarefni fundarins voru atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Fundarstýrur voru þær Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Fundurinn hófst með ávarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þá fengu fundargestir kynningar frá Önnu Lóu Ólafsdóttur og Svandísi Nínu Jónsdóttur frá VIRK starfsendurhæfingu, Valgerði Unnarsdóttur frá ÁS Styrktarfélagi og Laufeyju Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra hjá Vinnumálastofnun. Framkvæmdastjóri Alfreð.is, Halldór Friðrik Þorsteinsson, fór yfir nýtt verkefni fyrirtækisins „Allir með“ sem snýr að betri sýnileika atvinnuauglýsinga sem henta einstaklingum með skerta starfsgetu. Framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, lokaði svo fundinum með erindi sínu „Atvinnulífið á verkefni fyrir alla.“

Samtök atvinnulífsins fagna fundinum en markmið hans var að gera sýnilegri þær lausnir sem til staðar eru og þau tækifæri sem felast í aukinni þátttöku fólks með skerta starfsgetu í atvinnulífinu.

Samtök atvinnulífsins