Vinnumarkaður - 

12. mars 2012

Samtök atvinnulífsins fjölga konum í stjórnum lífeyrissjóða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samtök atvinnulífsins fjölga konum í stjórnum lífeyrissjóða

Samtök atvinnulífsins hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71%. Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að jafna kynjahlutföll í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem SA tilnefna stjórnarmenn í og munu konur því skipa 44% sæta SA að loknum aðalfundum sjóðanna í vor. Aðeins vantar 1-2 konur í viðbót til að alveg jafnt kynjahlutfall náist meðal 25 fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í stjórnum sjóðanna. Það mun nást á næsta ári þegar 10 sæti koma til tilnefningar og lokaskrefið verður stigið til að jafna hlut kynjanna. Þá verða konur 12 eða 13 af 25 stjórnarmönnum SA, þ.e. annað hvort 48% eða 52%.

Samtök atvinnulífsins hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71%. Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að jafna kynjahlutföll í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem SA tilnefna stjórnarmenn í og munu konur því skipa 44% sæta SA að loknum aðalfundum sjóðanna í vor. Aðeins vantar 1-2 konur í viðbót til að alveg jafnt kynjahlutfall náist meðal 25 fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í stjórnum sjóðanna. Það mun nást á næsta ári þegar 10 sæti koma til tilnefningar og lokaskrefið verður stigið til að jafna hlut kynjanna. Þá verða konur 12 eða 13 af 25 stjórnarmönnum SA, þ.e. annað hvort 48% eða 52%.

Þess má geta að árið 2008 voru konur helmingur tilnefndra stjórnarmanna SA og skipuðu konur þá fjórðung af þeim sætum sem SA skipa í lífeyrissjóðunum. Árið 2009 voru konur þriðjungur tilnefndra stjórnarmanna SA. Þróunin hefur því verið markviss undanfarin ár.

Samtök atvinnulífsins hafa reglulega hvatt til þess á undanförnum árum að íslensk fyrirtæki auki fjölbreytni í forystusveit sinni og skrifuðu m.a. undir samning þess efnis í maí 2009 ásamt FKA, Viðskiptaráði Íslands, Creditinfo og fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Samningurinn felur í sér að fyrrgreindir aðilar leggi ríka áherslu á að fjölga konum í forystusveit viðskiptalífsins þannig að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013.

Í september 2013 taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórnum allra lífeyrissjóða landsins  sem eru 32 talsins. Samtök atvinnulífsins gera   sitt til að uppfylla ákvæði laganna.

Samtök atvinnulífsins