Samtök atvinnulífsins bakhjarl Gulleggsins

Samtök atvinnulífsins og Klak Innovit hafa skrifað undir samstarfssamning um að SA verði einn af bakhjörlum Gulleggsins sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.

Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Allt frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Frestur til að skila inn hugmyndum í Gulleggið er til 20. janúar.

Sjá nánar á vef Gulleggsins

Bakhjarlar Gulleggsins og samstarfsaðilar