Efnahagsmál - 

19. apríl 2005

Samþykktar Áherslur atvinnulífsins í ellefu málaflokkum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samþykktar Áherslur atvinnulífsins í ellefu málaflokkum

Stjórn SA hefur samþykkt texta í nýjar Áherslur atvinnulífsins í ellefu málaflokkum, sem drög hafa verið lögð að í öflugu málefnastarfi samtakanna undanfarna mánuði. Á undan-förnum árum hefur mikill árangur náðst í íslensku atvinnulífi, hagvöxtur hefur verið hér mikill og Ísland mælist með efstu löndum á listum yfir samkeppnishæfni. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um rúmlega 40% undanfarinn áratug. Það má því með sanni segja að Ísland sé um þessar mundir í úrvalsdeild. Á tímum hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni er sú staða þó engan veginn sjálfgefin. Í Áherslum atvinnulífsins eru settar fram tillögur sem ætlað er að stuðla að áframhaldandi veru Íslands í úrvalsdeild. Fjallað er um efnahagsmál, vinnumarkaðsmál, skattamál, reglubyrði og eftirlit, samkeppnismál, menntamál, rannsóknir og nýsköpun, umhverfismál, jafnréttismál, lífeyrismál og alþjóðamál.

Stjórn SA hefur samþykkt texta í nýjar Áherslur atvinnulífsins í ellefu málaflokkum, sem drög hafa verið lögð að í öflugu málefnastarfi samtakanna undanfarna mánuði. Á undan-förnum árum hefur mikill árangur náðst í íslensku atvinnulífi, hagvöxtur hefur verið hér mikill og Ísland mælist með efstu löndum á listum yfir samkeppnishæfni. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um rúmlega 40% undanfarinn áratug. Það má því með sanni segja að Ísland sé um þessar mundir í úrvalsdeild. Á tímum hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni er sú staða þó engan veginn sjálfgefin. Í Áherslum atvinnulífsins eru settar fram tillögur sem ætlað er að stuðla að áframhaldandi veru Íslands í úrvalsdeild. Fjallað er um efnahagsmál, vinnumarkaðsmál, skattamál, reglubyrði og eftirlit, samkeppnismál, menntamál, rannsóknir og nýsköpun, umhverfismál, jafnréttismál, lífeyrismál og alþjóðamál.

Dreift á aðalfundi 3. maí

Ritinu verður dreift á aðalfundi SA á Hótel Nordica þriðju-daginn 3. maí og það kynnt á blaðamannafundi þegar nær dregur aðalfundi.

Samtök atvinnulífsins