Efnahagsmál - 

24. apríl 2001

Samræmdar útboðsreglur á landinu öllu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samræmdar útboðsreglur á landinu öllu

Markmiðið með innri markaði EES var að samræmdar reglur giltu á öllu svæðinu. Á Íslandi er hins vegar í gildi mismunandi viðskiptaumhverfi milli sveitarfélaga, sem er óviðunandi, sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í erindi á fundi SI um breytingar á lögum um opinber innkaup. Helga Jónsdóttir, borgarritari, sagði öll efnisleg rök fyrir því að sömu reglur giltu á landinu öllu.

Markmiðið með innri markaði EES var að samræmdar reglur giltu á öllu svæðinu. Á Íslandi er hins vegar í gildi mismunandi viðskiptaumhverfi milli sveitarfélaga, sem er óviðunandi, sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í erindi á fundi SI um breytingar á lögum um opinber innkaup. Helga Jónsdóttir, borgarritari, sagði öll efnisleg rök fyrir því að sömu reglur giltu á landinu öllu.

Frumvarp til breytinga á lögum um opinber innkaup var efni opins félagsfundar Samtaka iðnaðarins sem haldinn var í morgun. Í erindi sínu á fundinum sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, það vera framfaraspor að setja fram ein heildarlög um málaflokkinn þar sem staðfest væri að útboð skyldu vera meginreglan í opinberum innkaupum. Hann lagði hins vegar megináherslu á að óviðunandi væri að mismunandi reglur giltu í þessum efnum á milli sveitarfélaga, en þau eru undanþegin ákvæðum laganna skv. frumvarpinu. Markmiðið með innri markaði EES hefði verið að samræmdar reglur giltu á öllu svæðinu, líkt og um eitt ríki væri að ræða.

Ari sagði dæmi þess að einstök sveitarfélög kölluðu eftir "verðhugmyndum" en seljendur ættu samt í raun að skila inn fullgildum tilboðum, sem ekki væru opnuð með formlegum hætti og leikreglurnar jafnvel ákveðnar eftirá. Þetta sagði Ari óviðunandi fyrirkomulag og að markmiðið hlyti að vera að sömu reglur giltu hjá ríki og sveitarfélögum hvað snerti opinber útboð. Þá lagði Ari áherslu á mikilvægi þess að vakning yrði um mikilvægi jafnræðis við opinber útboð. Tilgangur laganna er skv. 1. gr. frumvarpsins "að tryggja jafnræði bjóðenda við opinber innkaup og stuðla að virkri samkeppni og hagkvæmni í opinberum rekstri." Ari sagði þetta jafnræði einmitt vera undirrót hagkvæmni og framþróunar, þetta tvennt yrði ekki aðskilið.

Í erindi sínu sagði Helga Jónsdóttir, borgarritari, öll efnisleg rök fyrir því að sömu reglur giltu á landinu öllu, sömu "umferðarreglur". Hún sagði að rétt hefði verið að sveitarfélögin kæmu með beinni hætti að undirbúningi frumvarpsins, sem hún sagði þó framfaraspor, þar sem umræða um það hefði fyrir vikið ekki farið fram á þeirra vettvangi.


 

Samtök atvinnulífsins