Efnahagsmál - 

21. Febrúar 2011

Samræmd launastefna nauðsynleg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samræmd launastefna nauðsynleg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vísar því á bug í samtali við fréttastofu RÚV að hagsmunum starfsmanna í útflutningsgreinum sé fórnað með samræmdri launastefnu. Ef starfsmenn útflutningsgreina eigi nú að njóta góðs af gengisfalli krónunnar hefði allt eins átt að berjast fyrir því að laun starfsmanna þeirra lækkuðu þegar staðan var erfiðari.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vísar því á bug í samtali við fréttastofu RÚV að hagsmunum starfsmanna í útflutningsgreinum sé fórnað með samræmdri launastefnu. Ef starfsmenn útflutningsgreina eigi nú að njóta góðs af gengisfalli krónunnar hefði allt eins átt að berjast fyrir því að laun starfsmanna þeirra lækkuðu þegar staðan var erfiðari.

Vilhjálmur segir samræmda launastefnu nauðsynlega, því þó staða útflutningsgreinanna sé góð núna, þá sé það ekki endilega viðvarandi ástand. Það sé mikil og löng reynsla fyrir því að ef útflutningsgreinar hækki launin umfram aðrar greinar, þá hafi það áhrif á allan markaðinn.

Vilhjálmur segir að til að gæta jafnræðis verði að beita samræmdri launastefnu. Hann bendir t.a.m. á að þegar illa hafi gengið í útflutningsgreinunum hafa þær tekið á sig sömu hækkanir og aðrar greinar þrátt fyrir að staða þeirra hafi verið erfið.

Sjá nánar:

Umfjöllun fréttastofu RÚV, laugardaginn 19. febrúar 2011

Samtök atvinnulífsins