Vinnumarkaður - 

25. nóvember 2013

Samninganefndir SA og ASÍ funda í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samninganefndir SA og ASÍ funda í dag

Í dag munu samninganefndir SA og ASÍ setjast að samningaborðinu en samningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok mánaðar. SA hafa lagt á það áherslu að gerðir verði einfaldir kjarasamningar til skamms tíma en tíminn verði notaður vel fram til næsta hausts til að búa í haginn fyrir samninga til lengri tíma sem leggi grunn að bættum lífskjörum Íslendinga og sterkari stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja.

Í dag munu samninganefndir SA og ASÍ setjast að samningaborðinu en samningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok mánaðar. SA hafa lagt á það áherslu að gerðir verði einfaldir kjarasamningar til skamms tíma en tíminn verði notaður vel fram til næsta hausts til að búa í haginn fyrir samninga til lengri tíma sem leggi grunn að bættum lífskjörum Íslendinga og sterkari stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja.

Íslendingar eiga val um hvert leiðin liggur næstu árin. Ef rétt er á málum haldið er hægt að leggja hér grunn að velferð sem er sambærileg og hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Vandi þeirra var sá sami og við höfum glímt við, of miklar launabreytingar, of há verðbólga og afar óstöðugt og fallandi gengi viðkomandi gjaldmiðils. Þau brugðust við og hafa síðan fetað nýja slóð með hækkun launa í hægum skrefum yfir langan tíma sem hefur bætt lífskjör þeirra mun meira en Íslendingum hefur tekist með miklu meiri launahækkunum en þar tíðkast.

Það er hægt að snúa þróuninni við og innleiða hér norrænan árangur en til að svo megi verða þurfum við að fara að fordæmi frænda okkar og leggja áherslu á verðstöðugleika  og minnka sveiflur í efnahagslífinu. Það er ekki nóg að niðurstöður kjarsamninga séu í samræmi við efnahagslegar forsendur. Fyrirtækin þurfa að sýna ábyrgð og aga hvert um sig í ákvörðunum sínum um verð og laun. Til þess að ná árangri þarf samhent átak allra; aðila vinnumarkaðar, fyrirtækjanna, Seðlabankans og stjórnvalda.

Samtök atvinnulífsins