Efnahagsmál - 

05. september 2003

Samneyslan hækkar hér en lækkar á Norðurlöndum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samneyslan hækkar hér en lækkar á Norðurlöndum

Nýlega kom út skýrsla Efnahags-og þróunar-stofnunarinnar (OECD) um stjórnun opinberra útgjalda á Íslandi. Þar kemur fram að samneyslan hafi stigvaxið frá árinu 1980, en þá mældust útgjöld ríkisins um 17% af landsframleiðslu (VLF). Árið 2002 mældust þau hins vegar um 24%. Þróunin á Norðurlöndum hefur þó verið nokkuð önnur, þar sem Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa dregið úr útgjöldum hins opinbera á sama tíma; þau hafa t.d. lækkað um 4% af landsframleiðslu í Svíþjóð og 2% í Danmörku. Í Noregi hefur hlutfall samneyslunnar haldist nokkuð jafnt á þessu tímabili eða á bilinu 19-20%. Finnar hafa hins vegar lækkað samneyslu sýna um tæp 5% frá árinu 1994.

Nýlega kom út skýrsla Efnahags-og þróunar-stofnunarinnar (OECD) um stjórnun opinberra útgjalda á Íslandi. Þar kemur fram að samneyslan hafi stigvaxið frá árinu 1980, en þá mældust útgjöld ríkisins um 17% af landsframleiðslu (VLF). Árið 2002 mældust þau hins vegar um 24%. Þróunin á Norðurlöndum hefur þó verið nokkuð önnur, þar sem Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa dregið úr útgjöldum hins opinbera á sama tíma; þau hafa t.d. lækkað um 4% af landsframleiðslu í Svíþjóð og 2% í Danmörku. Í Noregi hefur hlutfall samneyslunnar haldist nokkuð jafnt á þessu tímabili eða á bilinu 19-20%. Finnar hafa hins vegar lækkað samneyslu sýna um tæp 5% frá árinu 1994.

Þegar útgjöld ríkisins vegna launakostnaðar opinberra starfsmanna eru undanskilin þá er aukningin minni, en hafa verður í huga að u.þ.b. 70% samneysluútgjalda er launakostnaður. Hækkun hlutfalls samneyslunnar án launakostnaðar er um 2% af VLF og mælist nú tæp 9% af VLF. Einungis í Svíþjóð er hlutdeild samneyslu í verðmætasköpuninni hærri en á Ísland í samanburði milli Norðurlanda.

Þess ber að geta að hlutfall opinberra starfsmanna af heildarfjölda starfandi  manna hefur verið lægst á Íslandi á þessum 23 árum. Árið 1980 var hlutfallið um 15% en er nú rétt undir 20%. Um 30% starfandi manna eru í þjónustu hins opinbera í Danmörku og Svíþjóð, en um 25% í Noregi. 

Samtök atvinnulífsins