Efnahagsmál - 

09. október 2001

Samneyslan eykst meira en landsframleiðsla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samneyslan eykst meira en landsframleiðsla

Samneysla eru útgjöld ríkis og sveitarfélaga til stjórnsýslu, skóla, sjúkrahúsa, lögreglu og tollgæslu, svo að nokkuð sé nefnt. Þjóðhagsstofnun spáir því að samneyslan aukist um tæp 3% á komandi ári. Stofnunin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla standi sem næst í stað, þannig að hlutur samneyslu eykst. Stofnunin spáir því að hlutfallið fari í 24,5% á næsta ári, en það var 20,5% árið 1991. Hlutur samneyslunnar hefur einkum hækkað eftir 1997, eins og myndin sýnir. Þetta gerist þrátt fyrir að nefnarinn í hlutfallinu, landsframleiðslan, hafi vaxið hratt á þessum tíma.

Samneysla eru útgjöld  ríkis og sveitarfélaga til stjórnsýslu, skóla, sjúkrahúsa, lögreglu og tollgæslu, svo að nokkuð sé nefnt.  Þjóðhagsstofnun spáir því að samneyslan aukist um tæp 3% á komandi ári.  Stofnunin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla standi sem næst í stað, þannig að hlutur samneyslu eykst.  Stofnunin spáir því að hlutfallið fari í 24,5% á næsta ári, en það var 20,5% árið 1991.  Hlutur samneyslunnar hefur einkum hækkað eftir 1997, eins og myndin sýnir.  Þetta gerist þrátt fyrir að nefnarinn í hlutfallinu, landsframleiðslan, hafi vaxið hratt á þessum tíma. 

Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað

Samneyslan hefur hækkað meira í verði en að magni.  Að hluta stafar þetta af því að laun hafa almennt hækkað meira en annað verðlag undanfarin ár, en laun eru meginhluti samneyslunnar.  Þar til viðbótar hafa laun opinberra starfsmanna hækkað meira en laun annarra undanfarin ár (frá 1995 hafa þau hækkað 5-10% meira en á almennum markaði). 

Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs breyta hins vegar litlu um vöxt samneyslunnar, enda færir Þjóðhagsstofnun þær ekki til gjalda fyrr en þær eru greiddar út til lífeyrisþega.


 

Samtök atvinnulífsins