Efnahagsmál - 

15. Nóvember 2001

Samkomulag um WTO-lotu fagnaðarefni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkomulag um WTO-lotu fagnaðarefni

Niðurstaða ráðherrafundar Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Doha í Quatar er mikið fagnaðarefni, ekki síst með tilliti til ófaranna í Seattle fyrir tveimur árum og í ljósi yfirvofandi samdráttar í efnahagslífinu og þeirrar óvissu sem nú ríkir í heimsmálum. Þótt ekki hafi náðst niðurstaða um öll áhersluatriði SA að sinni þá er fyrir mestu að 142 ríkjum skuli hafa tekist að ýta úr vör nýrri samningalotu og efla þannig á ný tiltrú á stofnunina og þar með á aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum, öllum til hagsbóta.

Niðurstaða ráðherrafundar Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Doha í Quatar er mikið fagnaðarefni, ekki síst með tilliti til ófaranna í Seattle fyrir tveimur árum og í ljósi yfirvofandi samdráttar í efnahagslífinu og þeirrar óvissu sem nú ríkir í heimsmálum. Þótt ekki hafi náðst niðurstaða um öll áhersluatriði SA að sinni þá er fyrir mestu að 142 ríkjum skuli hafa tekist að ýta úr vör nýrri samningalotu og efla þannig á ný tiltrú á stofnunina og þar með á aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum, öllum til hagsbóta.

Hvað varðar einstök samningssvið hefðu SA t.d. kosið að fjárfestingar yrðu hluti þeirra viðræðna sem hefjast í janúar nk., en samkomulagið gerir ráð fyrir að svo verði að afloknum næsta ráðherrafundi, eða eftir u.þ.b. tvö ár. Sama gildir um opinber útboð. Hins vegar er mikið ánægjuefni að íslenskum stjórnvöldum skuli hafa tekist að koma markmiðinu um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi inn í niðurstöðu fundarins.

Sjá fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um niðurstöðu ráðherrafundarins.

Samtök atvinnulífsins