Vinnumarkaður - 

23. Oktober 2002

Samkomulag um viðræðuáætlun og launahækkun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkomulag um viðræðuáætlun og launahækkun

Samtök atvinnulífsins hafa gert samkomulag við stéttarfélög innan Flóabandalagsins, Eflingu - stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, um að almenn launahækkun 1. janúar 2003 verði 2,75% í stað 2,25%. Er það gert til samræmis við kjarasamninga SA og Starfsgeinasambandsins. Við það bætast 0,4% á grundvelli samnings SA og ASÍ um rautt strik frá desember 2001. Heildarhækkunin verður því 3,15%. Kauptaxtar kjarasamninga taka hækkun umfram almenna launahækkun. Sjá nánar kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2003.

Samtök atvinnulífsins hafa gert samkomulag við stéttarfélög innan Flóabandalagsins, Eflingu - stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, um að almenn launahækkun 1. janúar 2003 verði 2,75% í stað 2,25%. Er það gert til samræmis við kjarasamninga SA og Starfsgeinasambandsins. Við það bætast 0,4% á grundvelli samnings SA og ASÍ um rautt strik frá desember 2001. Heildarhækkunin verður því 3,15%. Kauptaxtar kjarasamninga taka hækkun umfram almenna launahækkun. Sjá nánar kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2003.

Samkomulagið er gert í tengslum við undirritun viðræðuáætlunar milli samningsaðila. Markmið hennar er að færa viðræðuferli vegna kjarasamninga Flóabandalagsins nær kjaraviðræðum SA og Starfsgreinasambandsins. Kjaraviðræður skulu samkvæmt viðræðuáætlun hefjast í maí 2003 með undirbúningsfundi og meginmarkmið samningsgerðar verða kynnt í september. Í október 2003 hefjast viðræður um ýmis sérmál og um kaupliði í byrjun nóvember. Miðað er við að ljúka samningsgerð um miðjan desember 2003. Náist ekki samkomulag fyrir þann tíma er hvorum aðila heimilt að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara eftir 31. desember 2003.

Samtök atvinnulífsins