Vinnumarkaður - 

01. Apríl 2019

Samkomulag um aflýsingu verkfalla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkomulag um aflýsingu verkfalla

Í kvöld var skrifað undir samkomulag hjá ríkissáttasemjara um aflýsingu verkfalla Eflingar og VR. Í samkomulagi SA og Eflingar segir:

Í kvöld var skrifað undir samkomulag hjá ríkissáttasemjara um aflýsingu verkfalla Eflingar og VR. Í samkomulagi SA og Eflingar segir:

„Verkfalli Eflingar - stéttarfélags, sem boðað var með bréfi dags. 11. mars 2019 og hófst 22. mars 2019 á 40 tilgreindum hótelum er aflýst.

Verkfalli Eflingar - stéttarfélags, sem boðað var með bréfi dags. 11. mars 2019 og hófst 22. mars  2019 hjá hópbifreiðafyrirtækjum er aflýst.“

Undir samkomulagið rita Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Einnig var skrifað undir samkomulag SA og VR um frestun verkfalla. Í því segir:

„Samtök atvinnulífsins og VR gera með sér svofellt samkomulag:

Verkfalli VR, sem boðað var með bréfi dags. 13. mars 2019 og hófst 22. mars 2019 hjá tilgreindum hópbifreiðarfyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst.“

Undir samkoulagið skrifa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Tengt efni:

Nánari upplýsingar um boðuð verkföll sem hefur verið frestað á vinnumarkaðsvef SA

Samtök atvinnulífsins