Samkeppnishæfni - 

31. Mars 2015

Samkeppnissektir sem hlutfall af veltu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnissektir sem hlutfall af veltu

„Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, birti ágæta grein í Viðskiptablaðinu 5. febrúar sl. „Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar“ þar sem hún hóf tímabæra umræðu um sérstakar aðstæður smáríkja eins og Íslands, sem er fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. Efnahagslíf slíkra ríkja einkennist af framangreindum ástæðum af mikilli samþjöppun, sem getur verið hagstæðari neytendum en óhagkvæmari rekstur fleiri eininga. Einnig þarf að huga að því að íslensk fyrirtæki geti náð burð­ um til að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og hver áhrif sú samkeppni hafi á íslenskum markaði.

„Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, birti ágæta grein í Viðskiptablaðinu 5. febrúar sl. „Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar“ þar sem hún hóf tímabæra umræðu um sérstakar aðstæður smáríkja eins og Íslands, sem er fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. Efnahagslíf slíkra ríkja einkennist af framangreindum ástæðum af mikilli samþjöppun, sem getur verið hagstæðari neytendum en óhagkvæmari rekstur fleiri eininga. Einnig þarf að huga að því að íslensk fyrirtæki geti náð burð­ um til að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og hver áhrif sú samkeppni hafi á íslenskum markaði.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, svarar Bergþóru 12. febrúar og fellst ekki á að umfjöllun um séríslenskar aðstæður hafi í framkvæmd vikið fyrir „ein stærð passar öllum“ lausn, og nefnir dæmi um að samstarf fyrirtækja, sem ella væri ólögmætt, hafi verið leyft af þessum ástæðum.

Ég tel að sjónarmið Bergþóru þarfnist meiri umræðu frá ýmsum hliðum. Umræðan um hlutfallslega stærð fyrirtækja á einhverju ákveðnu sviði er t.d. nátengd skilgreiningu á markaði, sem oft og tíðum hefur ekki verið vel rökstudd og mjög umdeild. Ekki síst vegna vanmats á áhrifum alþjóðlegrar samkeppni, en líka vegna vanmats á fjölda samkeppnisaðila og samkeppni frá annarri vöru og þjónustu.

Afkoma fyrirtækja er verri á Íslandi
Ég vil með þessari grein vekja sérstaka athygli á einu atriði sem virð­ ist ekki hafa fengið mikla skoðun eða umræðu. Það er sú staðreynd að afkoma af íslenskum atvinnurekstri í heild er af ýmsum kerfislægum ástæðum mun lakari en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það leiðir til þess að þegar viðurlög eru ákvörðuð sem hlutfall af veltu, þá eru þau við­ urlög mun þyngri en annars staðar, ef sömu hlutfallstölu er beitt.

Viðurlög í samkeppnismálum eru fyrst og fremst stjórnvaldssektir, sem lagðar eru á samkvæmt 37 gr. samkeppnislaga. Þar er tónninn gefinn um að sektir séu veltutengdar og geta þær numið allt að 10% af veltu. Velta virðist því vera það grunnvið­ mið sem horft er til við ákvörðun sekta, sem stillist af eftir alvarleika brota, tímalengd o.s.frv. Í máli Vífilfells t.d., sem var áberandi í fréttum sl. haust, var 260 m.kr. sekt 3,6% af veltu eins árs. Þeim viðurlögum var reyndar hnekkt fyrir dómstólum og fyrirtækið sýknað.

Ástæður þess að afrakstur af íslenskum atvinnurekstri er minni en gerist annars staðar eru margvíslegar og tengjast margar þeirri óhagkvæmni sem Bergþóra Halldórsdóttir vék að. Það er þó ekki algilt. Áhrif mismunandi þátta getur verið erfitt að mæla, en ég vil nefna tvær breytur sem eru alþekktar og auð­ mælanlegar. Þær eru hlutfall launa af verðmætasköpuninni (vergum þáttatekjum) og hærri raunvextir á Íslandi en í viðskiptalöndunum.

Vergar þáttatekjur (verg landframleiðsla að frádregnum óbeinum sköttum) skiptast í laun og fjármagn. Hlutfall launa er með því hæsta sem gerist í heiminum hér á Íslandi og flest ár langhæst. Hlutfall fjármagns, það sem atvinnureksturinn hefur til ráðstöfunar m.a. til greiðslu vaxta, tekjuskatta og afskrifta,, er sem því nemur minna. Skiptingin nú er um 60/40, laun vs. fjármagn, en launahlutfallið fór hæst í rúmlega 68% árið 2006. Meðaltal evrusvæðisins er um 56%. Þetta hlutfall er nokkuð stöðugt yfir tíma í öðrum ríkjum en hinu óstöðuga Íslandi. Viðvarandi fjögurra prósentustiga munur á launahlutfalli felur í sér mikinn mun á afkomu atvinnulífsins á Íslandi samanborið við viðskiptalöndin. Meiri fjármagnskostnaður á Íslandi en í viðskiptalöndunum hefur enn meiri áhrif til lakari afkomu íslenskra fyrirtækja, en hann er um fimm prósentustig (meðaltal skammtíma- og langtímavaxta).

Sama veltuprósenta = þyngri sekt
Áhrifum þessara tveggja þátta á þyngd veltutengdra sekta, ef sömu prósentu af veltu er beitt á Íslandi og á evrusvæðinu, má stilla upp eins og gert er í hjálagðri töflu. Fyrri dálkurinn er Ísland eins og það er, en sá síðari er Ísland við aðstæður eins og í evruríkjunum varðandi hlutfall launa og fjármagnskostnað.

Samkvæmt þessum útreikningum væri sekt á Íslandi 28% þyngri en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum, ef sektað væri um sömu prósentu af veltu á báðum stöð­ um. Munurinn er þó enn meiri í raun vegna fleiri þátta. Einnig má hafa í huga að fjárhagslegur styrkur íslenskra fyrirtækja er minni, þ.e. eiginfjárhlutfall lægra.

Það virðist því ljóst að ætli menn að hafa jafn þung viðurlög við samkeppnisbrotum á Íslandi og í ná­ grannalöndunum þarf sektin að vera lægra hlutfall af veltu en þar væri. Annars hafa menn gleymt því að þeir eru á Íslandi.“

Ari Edwald. Höfundur er lögfræðingur og rekstrarhagfræðingur.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 5. mars 2015

Tengt efni:

Grein Bergþóru Halldórsdóttur: Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar

Samtök atvinnulífsins