Samkeppnishæfni - 

04. Oktober 2012

Samkeppnislöggjöfin er grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnislöggjöfin er grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins hafa kynnt nýjar tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið að íslensk samkeppnislöggjöf sé grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið en löggjöfin sé tiltölulega nýleg og hún hafi fyrir vikið verið í þróun. "Í SA eru bæði fyrirtæki sem þurfa að leita réttar síns hjá samkeppnisyfirvöldum og eins fyrirtæki sem eru talin hafa brotið lögin. Útgangspunkturinn í skýrslunni er að finna þarf jafnvægi milli þessara hópa. Þá viljum við að framkvæmd laganna verði eins skilvirk og hægt er."

Samtök atvinnulífsins hafa kynnt nýjar tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið að íslensk samkeppnislöggjöf sé grundvallarlöggjöf fyrir atvinnulífið en löggjöfin sé tiltölulega nýleg og hún hafi fyrir vikið verið í þróun. "Í SA eru bæði fyrirtæki sem þurfa að leita réttar síns hjá samkeppnisyfirvöldum og eins fyrirtæki sem eru talin hafa brotið lögin. Útgangspunkturinn í skýrslunni er að finna þarf jafnvægi milli þessara hópa. Þá viljum við að framkvæmd laganna verði eins skilvirk og hægt er."

Mörg aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telja samkeppnislöggjöfina og framkvæmd hennar of flókna auk þess sem erfitt sé að fá leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu um hvað teljist fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu. Tillögur SA miða að því að samkeppnislögin og framkvæmd þeirra verði sambærileg og í samkeppnisríkjum Íslands.

"Við erum þarna að kynna þau skilaboð sem við höfum fengið frá okkar félagsmönnum; fyrirtækjum sem eru að reyna að fara eftir lögunum. Það skiptir miklu máli til að lögin virki sem best að fyrirtæki viti, eða hafi í það minnsta á tilfinningunni hvort þau eru að gera rétt eða ekki," segir Vilhjálmur.

Tillögur SA má nálgast hér að neðan:

Viðhorf atvinnulífsins. Samkeppnislögin og framkvæmd þeirra (PDF)

 Flauta 2

Sjá nánar:

Umfjöllun Fréttablaðsins, 4. október 2012

Samtök atvinnulífsins