Efnahagsmál - 

22. janúar 2002

Samkeppnishugsun í skólakerfið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnishugsun í skólakerfið

"Háskóli og atvinnulíf: Hvernig styrkjum við böndin?" var yfirskrift ráðstefnu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um tengsl háskóla og atvinnulífs. Á ráðstefnunni flutti Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs SA, erindi um samkeppnishugsun í skólakerfinu, auk þess að fjalla um niðurstöður könnunar sem SA gerðu fyrir SHÍ, og fjallað er um annars staðar hér á vefnum (sjá frétt um könnunina).

"Háskóli og atvinnulíf: Hvernig styrkjum við böndin?" var yfirskrift ráðstefnu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um tengsl háskóla og atvinnulífs. Á ráðstefnunni flutti Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs SA, erindi um samkeppnishugsun í skólakerfinu, auk þess að fjalla um niðurstöður könnunar sem SA gerðu fyrir SHÍ, og fjallað er um annars staðar hér á vefnum (sjá frétt um könnunina).

Samkeppnishugsun í skólakerfið

Í erindi sínu reifaði Gústaf helstu áherslur SA í menntamálum, m.a. mikilvægi samkeppnishugsunar og sveigjanleika í skólakerfinu, að skilgreint verði svigrúm til skólagjalda fyrir aukna þjónustu og nýrra leiða leitað hvað snertir rekstrarform skóla. Gústaf fjallaði um aukna samkeppni við HÍ, m.a. frá Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum frá Bifröst, þar sem aðsókn er mikil þótt nemendur greiði skólagjöld og áhersla er lögð á að svara eftirspurn atvinnulífs og nemenda. Þá tók hann dæmi af jákvæðum áhrifum þessarar samkeppni á viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Gústaf sagði eftirspurnina eftir vel menntuðu starfsfólki að finna í flestum ef ekki öllum greinum atvinnulífsins, ekki eingöngu svokölluðum þekkingargreinum, enda þróunin hröð og samkeppnin í vaxandi mæli alþjóðleg. Hann sagði samkeppnishugsunina gegna lykilhlutverki í þjónustu skólakerfisins við þessa eftirspurn.

Sjá glærur úr erindi Gústafs (ppt)

Samtök atvinnulífsins