Efnahagsmál - 

27. September 2001

Samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað sameiginlegri umsögn um frumvarp til raforkulaga. Með frumvarpinu eru lögð drög að nýskipan raforkumála á Íslandi til samræmis við kröfur Evrópusambandsins um aðskilnað milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni. Frumvarpið skapar þannig skilyrði fyrir aukinni samkeppni í raforkugeiranum með aðskilnaði samkeppnis- og einkasöluþátta. Markmið frumvarpsins er að stuðla að hagkvæmari framleiðslu, flutningi, dreifingu og viðskiptum með raforku með því að hagnýta kosti markaðskerfisins eins og unnt er með samkeppni og frjálsri verðmyndun á markaði. Stofnað verður fyrirtæki um flutning á rafmagni og dreifiveitur þurfa að setja upp gjaldskrá fyrir sína þjónustu.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað sameiginlegri umsögn um frumvarp til raforkulaga. Með frumvarpinu eru lögð drög að nýskipan raforkumála á Íslandi til samræmis við kröfur Evrópusambandsins um aðskilnað milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni. Frumvarpið skapar þannig skilyrði fyrir aukinni samkeppni í raforkugeiranum með aðskilnaði samkeppnis- og einkasöluþátta. Markmið frumvarpsins er að stuðla að hagkvæmari framleiðslu, flutningi, dreifingu og viðskiptum með raforku með því að hagnýta kosti markaðskerfisins eins og unnt er með samkeppni og frjálsri verðmyndun á markaði. Stofnað verður fyrirtæki um flutning á rafmagni og dreifiveitur þurfa að setja upp gjaldskrá fyrir sína þjónustu.

Samtökin styðja eindregið þá stefnumörkun sem í frumvarpinu felst. Þau hafa lengi haft á stefnuskrá sinni að stuðla að lægra raforkuverði og treysta þannig samkeppnisstöðu atvinnulífs í landinu. Frumvarpið, verði það að lögum, er mikilvægur áfangi að því marki og fagnaðarefni að það skuli komið fram.

Sjá sameiginlega umsögn SA og SI.

Samtök atvinnulífsins