Vinnumarkaður - 

12. maí 2004

Samið við skipstjórnarmenn á kaupskipum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við skipstjórnarmenn á kaupskipum

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Félags skipstjórnarmanna um kaup og kjör skipstjóra og stýrimanna á kaupskipum í millilandasiglingum. Samningurinn gildir til ársloka 2007 og eru almennar launahækkanir, kjarabreytingar og samningsforsendur þær sömu og í fyrri samningum SA. Kjarasamningar skipstjóra og stýrimanna eru sameinaðir í einn. Fastlaunakerfi sem samið var um til reynslu árið 2000 er fest í sessi og gerðar breytingar á kjarasamningnum til samræmis við það.

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Félags skipstjórnarmanna um kaup og kjör skipstjóra og stýrimanna á kaupskipum í millilandasiglingum. Samningurinn gildir til ársloka 2007 og eru almennar launahækkanir, kjarabreytingar og samningsforsendur þær sömu og í fyrri samningum SA. Kjarasamningar skipstjóra og stýrimanna eru sameinaðir í einn. Fastlaunakerfi sem samið var um til reynslu árið 2000 er fest í sessi og gerðar breytingar á kjarasamningnum til samræmis við það.

Sjá samninginn (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins