Samið við lyfjafræðinga

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Lyfjafræðingafélags Íslands vegna apóteka. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun frá 1. júní. Hækkanir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum SA og samningsforsendur taka jafnframt mið af fyrri samningum.

Sjá samninginn (pdf-skjal).