Vinnumarkaður - 

27. júní 2008

Samið við flugumferðarstjóra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við flugumferðarstjóra

"Þetta er ásættanleg niðurstaða þegar á allt er litið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttavef Viðskiptablaðsins um samning við flugumferðarstjóra sem náðust í morgun. Í samningnum er kveðið á um 4,75% launahækkun við undirskrift. Þá hækka taxtar um 3% í febrúar. Samningurinn gildir til 31. október 2009.

"Þetta er ásættanleg niðurstaða þegar á allt er litið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttavef Viðskiptablaðsins um samning við flugumferðarstjóra sem náðust í morgun. Í samningnum er kveðið á um 4,75% launahækkun við undirskrift. Þá hækka taxtar um 3% í febrúar. Samningurinn gildir til 31. október 2009.

Samningurinn felur einnig í sér kennsluálag upp á 3% en það þýðir að flugumferðarstjórar fá sérstakt álag fyrir að taka þátt í þjálfun þeirra sem eru að læra að verða flugumferðarstjórar. Tilgangurinn er að fjölga flugumferðarstjórum. Vilhjálmur segir að í samningaviðræðunum hafi komið fram að þeim þurfi að fjölga til að draga megi úr yfirvinnuálagi.

Í samtali við fréttastofu Útvarps segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að þetta sé í fyrsta sinn sem Samtök atvinnulífsins semji fyrir hönd Flugstoða ohf. og það markist af því að þarna mætist gamla fyrrverandi opinbera umhverfið og svo aftur reglurnar á almenna vinnumarkaðnum og niðurstaðan taki mið af því.

Samtök atvinnulífsins