Vinnumarkaður - 

28. maí 2004

Samið við bókagerðarmenn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við bókagerðarmenn

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Félags bókagerðarmanna. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Almennar launahækkanir og hækkanir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum SA. Þá eru kauptaxtar bókagerðarmanna færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum.

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Félags bókagerðarmanna. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Almennar launahækkanir og hækkanir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum SA. Þá eru kauptaxtar bókagerðarmanna færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum.

Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun launa frá 17. maí. Umtalsverðar breytingar eru gerðar á vaktakafla kjarasamningsins og samhliða jafnaðarvaktaálagi fyrir reglubundnar vaktir kveðið á um vaktaálag ef vaktir eru ávallt eða að verulegum hluta á sama tíma sólarhringsins. Sérstaklega er samið um yfirvinnukaup starfsmanna í vaktavinnu en í eldri samningi var yfirvinnukaup reiknað að mánaðarlaunum með jafnaðarvaktaálagi. Ákvæði um uppsagnarfrest starfsmanna taka verulegum breytingum, heimilt verður að færa fimmtudagsfrídaga og kafli um iðnnema var endurskoðaður.

Sjá samninginn (pdf skjal).

Samtök atvinnulífsins