Vinnumarkaður - 

17. Maí 2004

Samið við Alþýðusamband Austurlands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við Alþýðusamband Austurlands

Í dag var undirritaður sérkjarasamningur vegna vinnu í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi. Samningurinn er á milli Alþýðusambands Austurlands fyrir hönd Afls-starfsgreinafélags Austurlands og Vökuls Stéttarfélags á Höfn annar vegar og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd fiskimjölsverksmiðjanna hins vegar. Um er að ræða sjö verksmiður, þ.e. á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavík og Höfn. Áður voru í gildi þrír samningar á þessu svæði sem nú hafa verið sameinaðir í einn. Samningurinn er hluti af aðalkjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA og gildir til ársloka 2007 eins og hann. Með samningnum eru störf í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi felld inn í hið nýja launakerfi verkafólks sem tekið var upp með samningum heildarsamtakanna í mars sl.

Í dag var undirritaður sérkjarasamningur vegna vinnu í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi. Samningurinn er á milli Alþýðusambands Austurlands fyrir hönd Afls-starfsgreinafélags Austurlands og Vökuls Stéttarfélags á Höfn annar vegar og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd fiskimjölsverksmiðjanna hins vegar. Um er að ræða sjö verksmiður, þ.e. á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavík og Höfn. Áður voru í gildi þrír samningar á þessu svæði sem nú hafa verið sameinaðir í einn.  Samningurinn er hluti af aðalkjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA og gildir til ársloka 2007 eins og hann. Með samningnum eru störf í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi felld inn í hið nýja launakerfi verkafólks sem tekið var upp með samningum heildarsamtakanna í mars sl.

Sjá sérkjarasamninginn (pdf-skjal)

Samtök atvinnulífsins