Efnahagsmál - 

13. Janúar 2009

Samgönguhópur SA tekur til starfa

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samgönguhópur SA tekur til starfa

Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um samgöngumál. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að móta almenna stefnu samtakanna um samgöngumál og hins vegar að annast samráð af hálfu atvinnulífsins við samgönguráð vegna mótunar samgönguáætlunar 2011 - 2022. Hópurinn mun því fjalla um vegasamgöngur, flug og flugvelli, siglingar og hafnir.

Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að setja á laggirnar starfshóp um samgöngumál. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að móta almenna stefnu samtakanna um samgöngumál og hins vegar að annast samráð af hálfu atvinnulífsins við samgönguráð vegna mótunar samgönguáætlunar 2011 - 2022. Hópurinn mun því fjalla um vegasamgöngur, flug og flugvelli, siglingar og hafnir.

Þátttaka í starfshópnum er opin félagsmönnum SA en hópurinn mun hittast í fyrsta sinn í Húsi atvinnulífsins þann 21. janúar næstkomandi kl. 13 þar sem fulltrúar í samgönguráði munu kynna vinnu við nýja samgönguáætlun. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í samgönguhópnum geta tilkynnt það með tölvupósti á netfangið sa@sa.is.

Nánari upplýsingar um núgildandi samgönguáætlun má finna á vef Vegagerðarinnar.

Samtök atvinnulífsins