Samdráttur framundan hjá iðnfyrirtækjum

Samtök iðnaðarins hafa birt niðurstöður könnunar á stöðu og horfum í starfsemi 87 fyrirtækja. Hægt hefur á veltu í flestum greinum, fjárfestingar dregist saman og starfsmönnum fækkað. Framhald verður á þeirri þróun. Sjá nánar á heimasíðu SI.