Vinnumarkaður - 

19. Janúar 2011

Samdráttur á vinnumarkaði á síðasta ári samkvæmt Hagstofu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samdráttur á vinnumarkaði á síðasta ári samkvæmt Hagstofu

Niðurstöður nýjustu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eru þær að 167.300 manns hafi verið við störf á árinu 2010 og hafi fækkað um 400 frá 2009, eða um 0,2%. Meðalvinnutími styttist og var 39,5 stundir, 0,2 stundum (-0,4%) færra en árið áður. Samtals fækkaði því vinnustundum um 0,6% á milli ára samkvæmt þessum niðurstöðum.

Niðurstöður nýjustu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eru þær að 167.300 manns hafi verið við störf á árinu 2010 og hafi fækkað um 400 frá 2009, eða um 0,2%. Meðalvinnutími styttist og var 39,5 stundir, 0,2 stundum (-0,4%) færra en árið áður. Samtals fækkaði því vinnustundum um 0,6% á milli ára samkvæmt þessum niðurstöðum.

Atvinnulausir voru 13.700 að meðaltali árið 2010 og fjölgaði um 600 frá fyrra ári. Samkvæmt því var hlutfallslegt atvinnuleysi 7,6% árið 2010 og jókst úr 7,2% árið 2009. Til samanburðar nam hlutfallslegt atvinnuleysi 8,0% af áætluðum mannafla samkvæmt Vinnumálastofnun en þær tölur byggja á skráðu atvinnuleysi vegna réttar atvinnuleysisbóta en Hagstofan byggir á úrtakskönnun. Það er umhugsunarefni að hlutfallslega fleiri séu skráðir atvinnulausir vegna atvinnuleysisbóta en gefa upp að þeir séu atvinnulausir samkvæmt könnun Hagstofunnar, en þessu hefur oftast verið öfugt farið á undanförnum árum.

Fjöldi starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði


Smelltu til að stækka!

Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru 165.600 manns við störf og 900 færri en á sama fjórðungi 2009, en það svarar til 0,5% fækkunar. Meðalvinnutími dróst einnig saman um 0,6 stundir (1,5%). Atvinnulausir voru 13.200 á 4. ársfjórðungi 2010 eða 1.200 fleiri en á sama fjórðungi 2009. Hlutfallslegt atvinnuleysi var 7,4% á fjórðungnum samanborið við 6,7% á sama tíma 2009.

Samtök atvinnulífsins