Efnahagsmál - 

24. júní 2002

Samdráttur á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samdráttur á vinnumarkaði

Í lok apríl og byrjun maí hefðu forsvarsmenn fyrirtækja á landinu öllu viljað fækka starfsfólki um sem svarar 0,4% af mannafla, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumála-stofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði vorið 2002. Atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu hefðu viljað fækka starfsfólki um sem svarar 0,8% en á landsbyggðinni hefðu þeir á hinn bóginn viljað fjölga starfsfólki um sem svarar 0,3%. Í flestum atvinnugreinum vilja atvinnurekendur fækka fólki, mest þó í samgöngum, flutningum og í fjármálaþjónustu.

Í lok apríl og byrjun maí hefðu forsvarsmenn fyrirtækja á landinu öllu viljað fækka starfsfólki um sem svarar 0,4% af mannafla, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumála-stofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði vorið 2002. Atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu hefðu viljað fækka starfsfólki um sem svarar 0,8% en á landsbyggðinni hefðu þeir á hinn bóginn viljað fjölga starfsfólki um sem svarar 0,3%. Í flestum atvinnugreinum vilja atvinnurekendur fækka fólki, mest þó í samgöngum, flutningum og í fjármálaþjónustu.

Aukið atvinnuleysi
Samkvæmt skýrslunni má reikna með að atvinnuleysi á árinu 2002 verði nálægt 2,3%, sem er töluvert hærra en síðustu tvö ár þegar það mældist 1,3 og 1,4%. Þá hefur verulega dregið saman í útgáfu atvinnuleyfa til fólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrstu fimm mánuði ársins voru gefin út 206 ný atvinnuleyfi, samanborið við tæplega 700 árið áður.

Sjá skýrsluna Staða og horfur á vinnumarkaði vorið 2002, á heimasíðu Vinnumálastofnunar (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins