Samkeppnishæfni - 

12. apríl 2002

SAF ályktar um aukin framlög til landkynningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SAF ályktar um aukin framlög til landkynningar

Í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri:

Í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri:

"Aðalfundur SAF fagnar auknu framlagi ríkisstjórnarinnar til markaðs- og landkynningarmála í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.  Með samstilltu átaki stjórnvalda og atvinnugreinarinnar tókst að koma í veg fyrir mun verri áföll en ferðaþjónustan varð fyrir, en Hagfræðistofnun H.Í. hefur reiknað út að 10% samdráttur í fjölda ferðamanna þýðir 5 milljarða tekjutap fyrir þjóðarbúið.

En betur má ef duga skal, og skorar aðalfundur SAF á samgönguráðherra að beita sér fyrir stórauknum framlögum til landkynningarmála.  Jafnframt skorar aðalfundur SAF á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög að auka þátttöku sína í sameiginlegu almennu markaðsstarfi með ríki og fyrirtækjum."

Samtök atvinnulífsins