Sænskt atvinnulíf opnar evruvef

Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð hafa opnað nýjan vef um Myntbandalag Evrópu og evruna. Á vefnum er að finna nýjustu fréttir um Myntbandalagið og evruna, almennar upplýsingar, leitarvél, rök með á móti aðild o.fl. Á vefnum leiða m.a. saman hesta sína talsmenn og andstæðingar aðildar Svíþjóðar að Myntbandalaginu úr hópi stjórnmálamanna, í líflegri umræðu. Þá er fylgst með þróun sænskra skoðanakannana og sérfræðingar samtakanna svara fyrirspurnum af netinu. Sjá nýja evruvefinn.