Menntamál - 

30. janúar 2002

SA vilja styttingu í skólakerfinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA vilja styttingu í skólakerfinu

Menntakerfið er ein af meginstoðum atvinnulífsins og þess vegna til baga að lengd grunn- og framhaldsskóla sé ósambærileg við helstu samkeppnislönd okkar. Aukin hagræðing í menntakerfinu er mikilvægur liður í að auka alþjóðlega samkeppnishæfni skóla og fyrirtækja.

Menntakerfið er ein af meginstoðum atvinnulífsins og þess vegna til baga að lengd grunn- og framhaldsskóla sé ósambærileg við helstu samkeppnislönd okkar. Aukin hagræðing í menntakerfinu er mikilvægur liður í að auka alþjóðlega samkeppnishæfni skóla og fyrirtækja.

Samtök atvinnulífsins hafa bent á það í áhersluatriðum sínum að fækka beri grunnskólaárum í níu og framhaldsskólaárum í þrjú og að tímabært sé að innleiða samkeppnishugsun í skólakerfið, gera árangur skóla sýnilegan og bjóða út rekstrarþætti á grundvelli gæða. Menntahópur SA fagnar þess vegna því framtaki VR að fá Hagfræðistofnun HÍ til að vinna skýrslu um styttingu grunn- og framhaldsskóla. Skýrslan styður við það sameiginlega álit samtakanna að ríki og sveitarfélögum beri að hefja vinnu við að hagræða í skólakerfinu.

Sjá umfjöllun um menntamál í Áherslum atvinnulífsins sem gefnar voru út í tengslum við aðalfund SA í maí 2001.


 

Samtök atvinnulífsins