Efnahagsmál - 

25. febrúar 2003

SA styðja tillögu um samstarf

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA styðja tillögu um samstarf

Á fundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif hágengis á þjóðarhag sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, að stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að koma á formlegu samstarfi til að samræma viðbrögð hagstjórnar. Í samtali við Morgunblaðið segist Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, styðja hugmynd Gylfa heilshugar. Mikilvægt sé að menn beri saman bækur sínar því það liggi í sjálfu sér ekki fyrir einhverjar einfaldar lausnir í því flókna viðfangsefni að auka stöðugleika krónunnar.

Á fundi Samtaka atvinnulífsins um áhrif hágengis á þjóðarhag sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, að stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að koma á formlegu samstarfi til að samræma viðbrögð hagstjórnar. Í samtali við Morgunblaðið segist Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, styðja hugmynd Gylfa heilshugar. Mikilvægt sé að menn beri saman bækur sínar því það liggi í sjálfu sér ekki fyrir einhverjar einfaldar lausnir í því flókna viðfangsefni að auka stöðugleika krónunnar.

"Okkur finnst öllum að það skorti aðeins upp á að það sé samræming á milli afstöðu og aðgerða stjórnvalda annars vegar og yfirvalda peningamála í Seðlabankanum hins vegar. Það er útaf fyrir sig mikilvægt að fá skýrar línur í það. Ég held að menn verði að koma saman og fjalla um það hvort hægt sé að bæta úr ástandinu og minnka þessar miklu sveiflur bæði niður á við og upp á við. Það hlýtur að vera mjög brýnt viðfangsefni og það er það sem Gylfi var að stinga upp á," segir Hannes. "Nú eru menn búnir að tjá sig um þennan vanda hver fyrir sig og ég held að eðlilegur farvegur fyrir þessar mismunandi áherslur sem hafa komið fram sé að þessir aðilar komi sameiginlega að umræðuvettvangi og reyni að sameinast um sýn í þessu máli og þá vonandi einhverjar tillögur sem að gagni koma," segir Hannes.

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist hins vegar ekki telja knýjandi þörf á formlegu sambandi af því tagi sem Gylfi talaði um og segir alla þessa aðila ræða mikið saman nú þegar.

Samtök atvinnulífsins