Efnahagsmál - 

09. september 2008

SA styðja álver á Bakka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA styðja álver á Bakka

Samtök atvinnulífsins styðja heilshugar þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er við álver á Bakka á Húsavík og telja mikilvægt að stjórnvöld sýni virkan stuðning við verkefnið og ekkert sé gert til að leggja stein í götu þess, tefja framkvæmdir eða gera hlutina erfiðari en nauðsynlegt er.

Samtök atvinnulífsins styðja heilshugar þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er við álver á Bakka á Húsavík og telja mikilvægt að stjórnvöld sýni virkan stuðning við verkefnið og ekkert sé gert til að leggja stein í götu þess, tefja framkvæmdir eða gera hlutina erfiðari en nauðsynlegt er.

Rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, um málið í Svæðisútvarpi Norðurlands. Vilhjálmur sagði m.a. það skoðun SA að framkvæmdirnar þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat og það megi alls ekki verða til þess að verkefnið tefjist. Vilhjálmur sagðist bjarsýnn á að álver muni rísa á Bakka fyrr en seinna. Bygging þess  sé eitt af því sem Íslendingar þurfi að gera - að nýta orkuauðlindir landsins og hafa þar með jákvæð áhrif á mannlífið og framtíð þjóðarinnar.

Smellið hér til að hlusta á viðtalið

Samtök atvinnulífsins