Vinnumarkaður - 

24. Mars 2012

SA stefna Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA stefna Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm

Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd Iceland Express stefnt Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar af hálfu félagsins. Er gert ráð fyrir að niðurstaða Félagsdóms liggi fyrir eftir helgi og því verði engin röskun á starfsemi félagsins. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að allir flugliðar um borð í vélum Iceland Express skuli vera félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, einnig sú tékkneska flugfreyja sem Iceland Express er skylt að hafa um borð að kröfu tékkneska flugfélagsins og flugmálayfirvalda í Tékklandi. Iceland Express lýsti því þegar yfir eftir dóminn að honum yrði hlítt og að Flugfreyjufélaginu myndu berast félagsgjöld af tékknesku flugfreyjunum. Er það í fullu samræmi við lög Flugfreyjufélagsins. Flugfreyjufélagið hefur hins vegar krafist þess að flugliðum um borð verði fjölgað sem á sér enga stoð í dómi Félagsdóms. Þar sem kjarasamningur milli Iceland Express og Flugfreyjufélags Íslands er í fullu gildi er verkfallsboðunin ólögmæt. Iceland Express er með samning við tékkneska flugfélagið Holidays Czech Airlines sem er bundið af alþjóðlegum reglum og landslögum í heimalandinu. Eins og öll önnur flugfélög vinnur Holidays Czech Airlines eftir flugrekstrarhandbók sem samþykkt er af flugmálayfirvöldum í Tékklandi. Í henni er gert ráð fyrir að fyrsta freyja um borð í flugvélum félagsins sé frá flugfélaginu. Enda gegnir fyrsta freyja mikilvægu starfi um borð í flugvélum sem öryggisfulltrúi og þarf lengri og ýtarlegri þjálfun en almennir flugliðar. Í samningi Iceland Express við Holidays Czech Airlines er gert ráð fyrir að fyrsta freyja komi frá félaginu um það bil fyrstu sex mánuðina, talið frá áramótum. Að þeim tíma liðnum hyrfu flugliðar Holidays Czech Airlines á braut og íslenskir flugliðar tækju þá einnig við starfi fyrstu freyju. Iceland Express verður eins og aðrir í flugheiminum að virða þau lög og reglur sem gilda um flugrekstur, einnig hjá þeim félögum sem sjá um flug fyrir hönd Iceland Express. Ítrekað hefur verið reynt undanfarna mánuði að fá fram skilning á þessari stöðu félagsins hjá Flugfreyjufélagi Íslands án árangurs. Það er alvarlegt mál þegar boðað er til vinnustöðvunar skömmu fyrir háannatíma í ferðaþjónustunni með kröfur um að bæði Iceland Express og Holidays Czech Airlines fari á svig við lög og reglur.

Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd Iceland Express stefnt Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar af hálfu félagsins. Er gert ráð fyrir að niðurstaða Félagsdóms liggi fyrir eftir helgi og því verði engin röskun á starfsemi félagsins.

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að allir flugliðar um borð í vélum Iceland Express skuli vera félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, einnig sú tékkneska flugfreyja sem Iceland Express er skylt að hafa um borð að kröfu tékkneska flugfélagsins og flugmálayfirvalda í Tékklandi.  Iceland Express lýsti því þegar yfir eftir dóminn að honum yrði hlítt og að Flugfreyjufélaginu myndu berast félagsgjöld af tékknesku flugfreyjunum. Er það í fullu samræmi við lög Flugfreyjufélagsins.

Flugfreyjufélagið hefur hins vegar krafist þess að flugliðum um borð verði fjölgað sem á sér enga stoð í dómi Félagsdóms. Þar sem kjarasamningur milli Iceland Express og Flugfreyjufélags Íslands er í fullu gildi er verkfallsboðunin ólögmæt.

Iceland Express er með samning við tékkneska flugfélagið Holidays Czech Airlines sem er bundið af alþjóðlegum reglum og landslögum í heimalandinu. Eins og öll önnur flugfélög vinnur Holidays Czech Airlines eftir flugrekstrarhandbók sem samþykkt er af flugmálayfirvöldum í Tékklandi. Í henni er gert ráð fyrir að fyrsta freyja um borð í flugvélum félagsins sé frá flugfélaginu. Enda gegnir fyrsta freyja mikilvægu starfi um borð í flugvélum sem öryggisfulltrúi og þarf lengri og ýtarlegri þjálfun en almennir flugliðar.

Í samningi Iceland Express við Holidays Czech Airlines er gert ráð fyrir að fyrsta freyja komi frá félaginu um það bil fyrstu sex mánuðina, talið frá áramótum. Að þeim tíma liðnum hyrfu flugliðar Holidays Czech Airlines á braut og íslenskir flugliðar tækju þá einnig við starfi fyrstu freyju.

Iceland Express verður eins og aðrir í flugheiminum að virða þau lög og reglur sem gilda um flugrekstur, einnig hjá þeim félögum sem sjá um flug fyrir hönd Iceland Express. Ítrekað hefur verið reynt undanfarna mánuði að fá fram skilning á þessari stöðu félagsins hjá Flugfreyjufélagi Íslands án árangurs. Það er alvarlegt mál þegar boðað er til vinnustöðvunar skömmu fyrir háannatíma í ferðaþjónustunni með kröfur um að bæði Iceland Express og Holidays Czech Airlines fari á svig við lög og reglur.

Samtök atvinnulífsins