SA segja sig úr Landvernd

Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, hefur tilkynnt úrsögn samtakanna úr Landvernd, frá og með 1. janúar 2002. "Samtök atvinnulífsins geta ekki starfað með samtökum sem taka jafn einhliða afstöðu gegn nýtingu orkulinda landsins, eins og fram hefur komið að undanförnu," segir m.a. í bréfi Ara til formanns Landverndar.