Vinnumarkaður - 

19. Oktober 2018

SA óska eftir sameiginlegu heildarmati á kröfugerð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA óska eftir sameiginlegu heildarmati á kröfugerð

Formaður og framkvæmdastjóri SA hafa farið þess á leit við SGS að samtökin feli óháðum aðila að leggja heildstætt mat á kröfugerð SGS. Lagt verði mat á heildarkostnað efnahagslífsins, einstakar atvinnugreinar og ávinning einstakra hópa. Þá verði áhrif metin á verðbólgu, vexti, kaupmátt launa og húsnæðiskostnað. Að mati þeirra er skýr mynd af áhrifum framgangs krafnanna forsenda þess að unnt sé að hefja árangursríkar samningaviðræður.

Formaður og framkvæmdastjóri SA hafa farið þess á leit við SGS að samtökin feli óháðum aðila að leggja heildstætt mat á kröfugerð SGS. Lagt verði mat á heildarkostnað efnahagslífsins, einstakar atvinnugreinar og ávinning einstakra hópa. Þá verði áhrif metin á verðbólgu, vexti, kaupmátt launa og húsnæðiskostnað. Að mati þeirra er skýr mynd af áhrifum framgangs krafnanna forsenda þess að unnt sé að hefja árangursríkar samningaviðræður.

SA leggja því til að SA og SGS feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif krafnanna á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Kostnaði við matið yrði skipt jafnt á milli SA og SGS.

Nánar tiltekið verði mat lagt á:

  • Árlegan kostnað við framgang krafna SGS fyrir atvinnulífið og ríkissjóð.
  • Áhrif á verðbólgu, vexti, greiðslubyrði fasteignalána heimila og leiguverð fasteigna.
  • Hækkun launakostnaðar í einstökum atvinnugreinum, m.a. m.t.t. nýs launaflokkakerfis.
  • Hækkun launagreiðslna vegna styttingar vinnuvikunnar í 32 stundir með tilheyrandi hækkun tímakaups, hækkun álaga og aukinna yfirvinnugreiðslna.
  • Hækkun launagreiðslna í vaktavinnu vegna styttingar dagvinnutíma vaktavinnufólks í 25,6 stundir á viku.

Samtök atvinnulífsins vonast eftir jákvæðum viðbrögðum við ofangreindri beiðni til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og upplýsta ákvarðanatöku aðila við gerð kjarasamninga. 

Sjá nánar:

Bréf SA til SGS 19. október 2018 (PDF)

Samtök atvinnulífsins