SA og VÍ efna til fundar um ríkisfjármál í fyrramálið

SAVÍ.jpgSamtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera í fyrramálið, fimmtudaginn 18. september. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.00 undir yfirskriftinni Er aðhaldinu lokið? Á fundinum verður fjallað um stöðu ríkisreksturs, framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og helstu viðfangsefni í ríkisfjármálum á komandi misserum. 

Meðal ræðumanna eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins.

Að framsögum loknum fara fram pallborðsumræður en í þeim taka þátt, Ásmundur Einar Daðason, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Fundarstjóri  er Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Aðgangseyrir er 2.900 kr. og er morgunverður í boði frá kl. 8.15. 

Skráning fer fram á vef Viðskiptaráðs Íslands.

Smelltu hér til að skrá þig